Okkur er sannur heiður að vera á lista Credit Info yfir framúrskarandi fyrirtæki ársins 2017!
Síðastliðin átta ár hefur Creditinfo unnið ítarlegar greiningar sem sýnir rekstur hvaða fyrirtækja telst til fyrirmyndar. Aðeins 2,2% íslenskra fyrirtækja ná þeim árangri að fara á lista Creditinfo. Við gerð greiningarinnar meðal annars horft til eiginfjárhlutfalls, ársreikninga, rekstrarhagnaðar og lánshæfi.
Norðurflug er fjölbreytt þjónustufyrirtæki sem sinnir útsýnisflugi, verkflugi, kvikmyndaflugi, þyrluskíðum, þyrlufjallahjólum ásamt öðrum verkefnum. Norðurflug er stærsta þyrlufyrirtæki landsins, bæði í vélbúnaði og fjölda starfsfólks.
Í aukablaði Morgunblaðsins í dag er umfjöllun um nokkur fyrirtæki sem náðu á listann. Birgi Ómar framkvæmdarstjóri Norðurflugs fer þar yfir stöðu mála í ferðaþjónustu og flugi í dag. Rætt er um stöðu Íslands sem öruggt land, áhrif krónunnar og landkynningu kvikmyndaverkefna.
